Rannsóknarskpinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt síðari hluta ársins vegna rekstrarvanda Hafrannsóknarstofnunar og ársverkum fækkað á skipunum. Dregið verður úr rannsóknaverkefnum og að svo stöddu verður ekki ráðið í stöður hjá stofnunni sem losna í ár og losnuðu á síðasta ári.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þetta meðal þess sem fram kom á fundi Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra með starfsfólki Hafrannsóknarstofunnar á mánudag. Jóhann segir að í ár verði líklega ekki farið í stofnmælingu á hausti, svo kallað haustrall. Slík mæling hefur verið gerð árlega í 18 ár. Hugsanlega verður þessu verkefni sinnt með skipum úr fiskiskipaflotanum. Dregið verður úr loðnurannsóknum og ekki farið í árlegan leiðangur til að rannsaka úthafsrækju.