Bókaverslunin Bókin hefur á uppboði innbundna Rannsóknarskýrslu Alþingis, en hæsta tilboð í skýrsluna nemur nú 130.000 krónum. Rannsóknarskýrslan hefur verið bundin inn í þrjár bækur, bandið skreytt með íslensku sauðskinni. Með skýrslunni fylgir vegleg askja klædd sauðskinni og skreytt með íslenskum krónum. Í lýsingu um verkið segir að þetta sé „stórglæsilegt bókbandsverk og ekki spillir innihaldið.“ Framan á bókinni ber hún titilinn Gleðisögur Mammons.

Framkvæmdastjóri og eigandi Bókarinnar Ari Gísli Bragason segir í samtali við Viðskiptablaðið:

„Ragnar Einarsson, bókbandsmeistari tók upp á því að binda þetta inn. Þetta er upprunaleg prentun sem er færð í þennan búning, hann er búinn að búa til svona bókverk, í raun listaverk úr þessu. Þetta er síðan skreytt með gyllingum og öðru skrauti.“

Opnað var fyrir tilboð í morgun en tilboði líkur þann 13. desember. Fyrsta tilboð í bókina var 10 þúsund krónur kl 6:49 í morgun en klukkan 6:50 var hæsta tilboð komið upp í 130 þúsund krónur þar sem það stendur nú.