Viðhafnareintak Ragnars Einarssonar af Rannsóknarskýrslu Alþingis seldist á 140 þúsund krónur á uppboði.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá er eintakið, sem gefið er út í þremur sauðskinnsbundnum bindum, unnið af Ragnari Einarssyni bókbandsmeistara.

Bókin var á uppboði Gallerís Foldar. Upprunalegt verðmat eintaksins var 250 þúsund krónur íslenskar, svo söluverð hennar fer undir upprunalega matið sem um nemur 110 þúsundum.

Framan á bókinni stendur titillinn „Gleðisögur Mammons“, en klæðning bókanna er skreytt með íslenskum krónum - seðlum jafnt sem skildingum.