Rannsóknarskýrsla Alþingis er enn á toppi metsölulistans yfir mest seldu bækurnar á árinu. Bókin Póstkortamorðin eftir Lizu Marklund og James Patterson er í öðru sæti á uppsöfnuðum metsölulista.

Þá er bókin Eyjafjallajökull eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson í 9. sæti listans.

Stóra Disney matreiðslubókin var vinsælasta bókin í síðustu viku. Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman listann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.