Forseti Alþingis fær klukkan 13 í dag afhenda skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs. Nefndin var skipuð í september 2011 og var henni ætlað að rannsaka starfsemi sjóðsins á árunum 2004 til 2010. Í nefndinni sátu Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrum héraðsdómari, Kristín Flygenring hagfræðingur og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.

Opnað verður fyrir aðgang að skýrslunni klukkan 14 í dag. Á sama tíma verður hún kynnt á fréttamannafundi.