Kostnaður Alþingis vegna rannsóknarnefndar Alþingis, sem rannsakaði þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á eignarhlut í Búnaðarbankanum í janúar 2003, er 30 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins . Hægt er að glöggva sig á niðurstöðum skýrslunnar hér.

Að sögn Karls M. Kristjánssyni, fjármálastjóra Alþingis, eru þó endanlegar kostnaðartölur væru ekki enn komnar. „Þegar rannsóknarnefndin var skipuð í júlí í fyrra, var áætlaður kostnaður við störf nefndarinnar um 30 milljónir króna. Miðað við stöðuna nú sjáum við ekki að þar muni skeika miklu,“ sagði hann í Morgunblaðinu.