Skatt­rann­sókn­ar­stjóri mun rannsaka um 30 mál sem byggð eru á upplýsingum sem keypt voru af huldumanni á um 37 milljónir króna í byrjun sumars. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Gögnin tengdust alls rúmlega 400 félögum í eigu Íslendinga en á bak við þessi mál eru alls um 30 einstsaklingar. Fjárhæðirnar í málunum eru i einverjum málum tugir og jafnvel hundruðir milljóna.

Bryndís segir að í einhverjum málum séu brotin fyrnd en skattalagabort fyrnast á sex árum. Þeim einstaklingum sem standa bak við meint brot eru ekki meðvitaðir um að málin séu á borði skattrannsóknarstjóra en á næstu dögum verður þeim formlega tilkynnt um rannsóknina.

Fer þá eftir alvarleika brotanna hvort að málunum verður lokið með niðurstöðu um undandrátt eða hvort þeim verði vísað til  lög­reglu eða sér­staks sak­sókn­ara sem tek­ur þa ákvörðun um fram­haldið.