Fjármáleftirlit Seðlabankans hafði tíu mál til skoðunar vegna mögulegra innherjasvika árið 2020 og fimm mál vegna mögulegrar markaðsmisnotkunar. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit sem Seðlabankinn gaf út í vikunni.

Þar kemur fram að alls hafi ellefu mál verði tekin til skoðunar vegna eftirlits með upplýsingagjöf útgefenda en sex málanna vörðuðu aðra málaflokka en tilgreindir voru hér að ofan.

Í ritinu er einnig farið yfir áhersluatriði í eftirliti Seðlabankans á fjármálamarkaði fyrir árið 2021. Þar kemur fram að í ljósi áhrifa heimsfaraldursins á marga lánþega verði gerði athugun á virði útlána banka og sparisjóða og aðferðum sem beitt er við niðurfærslu lána.

Auk þess hyggst eftirlitið kanna umgjörð stjórnarhátta fjármálafyrirtækja, gera úttekt á útvistun verkefna hjá eftirlitsskyldum aðilum, sem og eftirliti með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sjálfbærni viðskiptalíkana fjármálafyrirtækja og vinna að eftirfylgni með nýjum samræmdum reglum um er varða vöruþróun og vörustjórnun við sölu fjármálaafurða (e. POG).