Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar, hefur óskað eftir því að láta af störfum 1. febrúar á næsta ári. Í tilkynningu kemur fram að heilbrigðisráðherra hafi fallist á þá beiðni og að embættið verði auglýst laust til umsóknar innan skamms.

Rannveig Gunnarsdóttir hefur verið forstjóri Lyfjastofnunar allt frá því að stofnunin var sett á fót með lögum árið 2000. Áður var Rannveig skrifstofustjóri lyfjanefndar ríkisins í fjögur ár, en lyfjanefnd ríkisins og lyfjaeftirlit ríkisins voru forverar Lyfjastofnunar.