*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 29. október 2014 10:29

Rannveig neitar sök í Spron málinu

SPRON-málið var tekið fyr­ir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Rann­veig Rist neitaði sök þegar SPRON-málíð var tekið fyr­ir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un. Aðalmeðferðin í málinu fer fram eftir áramót.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari ákærði fyrir skömmu Guðmund Örn Hauks­son fyrrverandi forstjóra Spron og stjórnarmennina Jó­hann Ásgeir Bald­urs, Ara Berg­mann Ein­ars­son, Mar­gréti Guðmunds­dótt­ur og Rann­veigu fyr­ir að hafa, sem stjórnendur í Spron mis­notað aðstöðu sína hjá sjóðnum og stefnt fé hansí hættu með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga þegar fé­lagið lánaði Ex­ista tveggja millj­arða lán. Lánið var án trygginga.

Lánið var eina lánið sem fór fyrir stjórn sjóðsins á ár­un­um 2007 og 2008. Lánið fékkst ekki endurgreitt og fæst að líkindum ekki.