*

þriðjudagur, 31. mars 2020
Innlent 21. febrúar 2020 16:20

Rannveig Rist á leið í leyfi

Rannveig Rist er á leið í sex mánaða leyfi frá störfum vegna veikinda. Frá þessu var greint á starsfmannafundi í dag.

Ritstjórn
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.
Haraldur Guðjónsson

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, er á leiðinni í að minnsta kosti sex mánaða leyfi vegna veikinda. Vísir greinir frá þessu og segir að tilkynnt hafi verið um málið á starfsmannafundi á fjórða tímanum í dag.

Sigurður Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri fjármála og flutninga hjá félaginu á að taka við stöðu Rannveigar á meðan.

Rio Tinto hefur hótað að loka álverinu verði rafmagnsreikningur þess ekki lækkaður af Landsvirkjun. Þá vill félagið ekki ganga frá nýjum kjarasamningum við starfsmenn fyrr en lausn fæst í viðræður við Landsvirkjun.

Rannveig hefur verið forstjóri Rio Tinto á Íslandi og forvera félagsins frá árinu 1997 en hún hóf störf í álverinu árið 1990.