*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Fólk 27. júní 2018 22:11

Rannveig Rist segir sig úr stjórn Granda

Forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rannveig Rist, hefur sent frá sér tilkynningu um að hún hafi sagt sig úr stjórn útgerðarfélagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Rannveit Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn útgerðarfélagsins HB Granda. Á framhaldsaðalfundi útgerðarinnar sem haldinn var 28. apríl síðastliðinn var hún kjörinn varaformaður stjórnar. Hún hefur setið í stjórninni síðan 19. apríl 2013.

Í tilkynningu frá Rannveigu kemur fram að hún sé ósátt við ákvörðun meirihluta stjórnar um að segja upp Vilhjálmi Vilhjálmssyni sem forstjóra HB Granda og hvernig að uppsögninni hafi verið staðið. Stjórnin ákvað jafnfram að gera Guðmund Kristjánsson, þáverandi stjórnarformann að forstjóra. Guðmundur lét þá af starfi stjórnarfomanns en situr enn í stjórn HB Granda.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is