Rannveit Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn útgerðarfélagsins HB Granda. Á framhaldsaðalfundi útgerðarinnar sem haldinn var 28. apríl síðastliðinn var hún kjörinn varaformaður stjórnar. Hún hefur setið í stjórninni síðan 19. apríl 2013.

Í tilkynningu frá Rannveigu kemur fram að hún sé ósátt við ákvörðun meirihluta stjórnar um að segja upp Vilhjálmi Vilhjálmssyni sem forstjóra HB Granda og hvernig að uppsögninni hafi verið staðið. Stjórnin ákvað jafnfram að gera Guðmund Kristjánsson, þáverandi stjórnarformann að forstjóra. Guðmundur lét þá af starfi stjórnarfomanns en situr enn í stjórn HB Granda.