*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 14. október 2014 15:47

Rannveig Rist situr áfram í stjórninni

HB Grandi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákæru á hendur Rannveigu Rist, stjórnarmanni félagsins.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

HB Grandi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákæru sérstaks saksóknara gegn Rannveigu Rist í SPRON-málinu, en hún situr í stjórn HB Granda.

Fram kemur í yfirlýsingunni að stjórn HB Granda telji ekki ástæðu til að gera athugasemdir við áframhaldandi störf hennar fyrir félagið. Rannveig njóti fulls trausts stjórnarinnar.

Einnig er áréttað í yfirlýsingunni að meginregla íslensks réttarfars sé að hver maður skuli teljast saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og það mat sé í höndum dómstóla. Telur stjórn HB Granda því að ekki sé tilefni til sérstakra viðbragða og ítrekar að hún beri fullt traust til Rannveigar.

Stikkorð: HB Grandi Rannveig Rist