Rannveig Tanya Kristinsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Bílaumboðsins Öskju og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins, en Askja er sölu- og þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia bifreiðar.

Rannveig starfaði áður sem forstöðumaður reikningshalds Orkuveitu Reykjavíkur og við endurskoðun hjá KPMG, en hún er einnig formaður endurskoðunarnefndar viðskiptabankans Kviku. Rannveig er löggiltur endurskoðandi og er með B.Sc. gráðu í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Rannveig segir:

,,Það er mjög spennandi að koma inn í öflugt og metnaðarfullt fyrirtæki sem Askja sannarlega er. Askja er með tvö flott bílamerki, Mercedes-Benz og Kia, og leggur mikla áherslu á að bjóða framúrskarandi þjónustu. Þetta eru verkefni sem gaman er að taka þátt í."