*

miðvikudagur, 14. apríl 2021
Innlent 20. febrúar 2021 14:05

Rapyd eykur hlutaféð

Rapyd Europe hf., áður Korta, jók nýverið hlutafé sitt um tæplega 255 milljónir króna.

Ritstjórn
Arik Shitlman er forstjóri breska fjártæknifyrirtækisins Rapyd, móðurfélags Rapyd Europe hf.

Rapyd Europe hf. (áður Kortaþjónustan) jók nýverið hlutafé sitt um tæplega 255 milljónir króna, úr ríflega 1.121 milljón króna yfir í 1.376 milljónir.

Greint var frá kaupum breska fjártæknifélagsins Rapyd á íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækinu Korta í apríl á síðasta ári. Voru kaupin gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem samþykkti svo kaupin tæplega þremur mánuðum síðar.

Er kaupin voru tilkynnt var ekki greint frá kaupverðinu þar sem hluti kaupverðsins tæki mið af rekstri Korta á árinu 2020. Því myndi endanlegt kaupverð ekki liggja fyrir fyrr en í byrjun þessa árs en enn sem komið er hefur ekki verið greint frá kaupverðinu opinberlega. Þá var jafnframt greint frá því að kaupverðið yrði greitt með reiðufé.

Undir lok síðasta árs var móðurfélagið metið á 146 milljarða króna en Arik Shitlman er forstjóri félagsins.