Áætluð lántaka RARIK á þessu ári er 5 milljarðar króna, sem gert er ráð fyrir að náist í innlendu skuldabréfaútboði á fyrri hluta ársins. Hefur fyrirtækið ákveðið að efna til skuldabréfaútboðs þar sem fjárfestum mun bjóðast að kaupa allt að þrjá milljarða króna að nafnvirði. Landsbankinn (NBI hf.) er umsjónaraðili útboðsins og hefur sölutryggt útboðið.

Í áætlun RARIK er miðað við að vextir verði 5% í útboðum á fyrri hluta ársins. Gengið er út frá því að gengi íslensku krónunnar verði stöðugt á árinu 2010.