Á fundi bæjarráðs Fjárðarbyggðar síðastliðin mánudag var lagt fram bréf frá Rafmagnsveitum Ríkisins þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um sameiningu Rarik og Rafveitu Reyðarfjarðar eða kaup Rarik á því síðarnefnda. Jafnframt er lýst áhuga á aðkomu að stofnun hitaveitu í Fjarðabyggð en fyrirhugað er að hitaveituvæða hluta Eskifjarðar á þessu ári.

Áhugi orkufyrirtækja á tækifærum sem felast í orkuvinnslu og dreifingu í Fjarðabyggðar fer því greinilega vaxandi.