*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 18. mars 2016 15:39

RARIK greiðir 350 milljónir króna í arð

RARIK samstæðan skilaði 2.220 milljóna króna hagnaði í fyrra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður RARIK samstæðunnar á árinu 2015 var 2.220 milljónir króna sem er um 17% minni hagnaður en á árinu 2014 þegar hagnaður ársins nam 2.661 milljón. Á aðalfundi félagsins í dag var ákveðið að greiða 350 milljónir króna í arð til eiganda. Kemur þetta fram í tilkynningu. Rarik er í eigu ríkissjóðs. 

Rekstrartekjur RARIK hækkuðu um 6% frá árinu 2014 og voru 13.252 milljónir króna en rekstrargjöld hækkuðu um 13% og námu 10.755 milljónum. Heildareignir RARIK í árslok 2015 voru 57.751 milljón króna og hækkuðu um 9.215 milljónir á milli ára. Eigið fé samstæðunnar nam 35.637 milljónum króna í árslok og er eiginfjárhlutfallið 62%.

Á aðalfundinum kom fram að áætlað er að á núverandi verðlagi muni kosta um 17 milljarða króna að færa það sem eftir er af loftlínum í dreifikerfi RARIK í jarðstrengi. Unnið hefur verið að endurnýjun kerfisins undanfarin ár og eru nú 55% dreifikerfisins komin í jarðstrengi. Enn er eftir að endurnýja um 3.700 km. af loftlínum og gera ætlanir RARIK ráð fyrir að því verði lokið á næstu 20 árum. Á fundinum kom fram að jarðstrengjavæðing undanfarinna ára hefur aukið mjög rekstraröryggi dreifikerfisins og dregið úr truflunum.

Stjórn RARIK var endurkjörinn á aðalfundinum í dag, en hana skipa: Birkir Jón Jónsson, formaður, Arnbjörg Sveinsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðmundur Hörður Guðmundsson og Huld Aðalbjarnardóttir.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is