Rarik ohf., hlutafélag um Rafmagnsveitur ríkisins, hagnast um 107 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins.

Þetta hlutafélag var 1. ágúst 2006 um Rafmagnsveitur ríkisins. Hálfsársuppgjör RARIK ohf. er fyrsta samstæðuuppgjör fyrirtækisins, en samstæðan samanstendur af RARIK ohf og Orkusölunni ehf., en hlutur RARIK í henni er 99,7%.

Rekstrartekjur RARIK ohf. samstæðu frá 1. janúar til júníloka 2007 námu 3.479 milljónum króna.

Samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2007 námu heildareignir 25.848 milljónum króna. Heildarskuldir voru 11.560 milljónir og eigið fé 14.289 milljónir.

Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins er 55%.

Horfur í rekstri samstæðunnar á seinni hluta ársins eru jákvæðar, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Gert er ráð fyrir að rekstrarafkoman batni á seinni hluta ársins.