Veitusvið RARIK hefur gefið út nýja verðskrá fyrir raforkudreifingu. Helstu breytingar eru þær að almenn hækkun gjaldskrárliða er 5%. Þar sem verð fyrir dreifingu er aðeins um helmingur af kostnaði viðskiptavina, eru almenn áhrif til hækkunar raforkuverðs 2-3% segir í frétt á heimasíðu RARIK

Fastagjald á afltötxtum sem ætlaðir eru minni notkun, er hækkað sérstaklega um sem nemur mælaleigu fyrir fjarmæli, en ekki var gert ráð fyrir þeim kostnaði áður. Þá er gert ráð fyrir fasviksgjaldi í orkutöxtum sem ætlaðir eru mikla notkun.

Framlag ríkisins til viðskiptavina í strjálbýli til jöfnunar á orkuverði lækkar úr 63 aurum á kWh í 56 aura. Ekki liggur fyrir hvort ríkið muni breyta niðurgreiðslum á næstunni.

Hin nýja verðskrá gildir frá 1. maí 2006.