Eigi RARIK að geta staðið undir óskum hins opinbera um 300 milljóna króna arðgreiðslur þarf að skuldsetja fyrirtækið til viðbótar, auka tekjurnar eða minnka framkvæmdir. Þetta segir Tryggvi Þó Haraldsson, forstjóri RARIK, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. RARIK er opinbert hlutafélag að fullu í eigu ríkisins. Í fjárlögum fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að fyrirtæki greiði ríkinu 300 milljónir króna í arð. Það er þó stjórnarn RARIK að leggja fyrir aðalfund tillögur um arð þegar afkoma ársins liggur fyrir.

Tryggvi segir því ljóst að samþykki stjórn fyrirtækisins arðgreiðsluna verði að hækka gjaldskrá eða draga úr framkvæmdum. Tékuheimildir í þéttbýli séu fullnýttar og muni hækkun því öll lenda á raforkunotendum í dreifbýli.