Að sögn Tryggva Þórs Haraldssona, forstjóri Rarik hf., undirbýr félagið nú aukin umsvif á erlendri grundu. Rarik hefur þegar tekið þátt í verkefnum erlendis meðal annars í Afríku þar sem Rarik kom að uppbyggingu dreifikerfis.

"Við höfum rædd um nokkra möguleika í þessum efnum. Einn þeirra er stofnun sérstaks dótturfélags sem myndi halda utan um útrásarverkefni okkar. Einnig höfum við skoðað aðrar leiðir til dæmis aðkomu í samstarfi við aðra, jafnvel önnur orkufyrirtæki eða bankana," segir Tryggvi Þór í samtali við Viðskiptablaðið. "Við höfum mikinn hug á útrásarverkefnum og erum með nokkur verkefni í pípunum á því sviði. Með því að stofna sérstakt dótturfélag getum við takmarkað þá áhættu sem fylgir auknum umsvifum á þessu sviði," segir Tryggvi.


Hann telur Rarik hafa margt að bjóða á þessu sviði. "Það hefur komið í ljóst að íslensk þekking á sviði endurnýtanlegra orkugjafa er mjög eftirsótt og við teljum okkur búa yfir slíkri þekkingu í tengslum við uppbyggingu bæði virkjana og dreifikerfa. Við erum ekki sérfræðingar í jarðhitavirkjunum, en höfum rekið hitaveitur, þannig að við erum auk þess með þekkingu á því sviði. Auðvitað væri hægt að halda því fram að aðrir séu með meiri þekkingu en við á því afmarkaða sviði, en ég fullyrði að enginn hefur þekkingu til jafns við okkur á sviði dreifikerfa, uppbyggingar þeirra og rekstrar," segir Tryggvi.