Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Silicor á Íslandi, segir að þótt frávísunarkröfu félagsins gegn landeigendum í Hvalfirði hafi verið hafnað sé ákvörðun Skipulagsstofnunar enn óhögguð og raski það því ekki áætlunum félagsins.

„Almenna reglan á Íslandi er sú að þó að máli sé skotið til dómstóla haggar það ekki ákvörðunum stjórnvalda, öfugt við fullyrðingar lögmanns landeigenda,“ segir Arnar Þór. Ákvörðun Skipulagsstofnunar er sú að framkvæmdin þurfi ekki að fara í umhverfismat en nú mun stofnunin þurfa að svara fyrir þá ákvörðun fyrir dómi.