Næstkomandi föstudag verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni, Hagvöxtur, verðbólga og hagstjórn og er hún til heiðurs Edmund Phelps nóbelsverðlaunahafa í hagfræði.

Ráðstefnan verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 14:00-17:00 föstudaginn 31. ágúst.

Prófessor Edmund Phelps hefur á undanförnum árum átt í margvíslegu samstarfi við kennara Háskóla Íslands. Hann var gerður að heiðursdoktor við skólann árið 2004. Í tilefni þess að árið 2006 hlaut hann nóbelsverðlaunin í hagfræði býður viðskipta- og hagfræðideild til þessarar ráðstefnu honum til heiðurs.


14:00-14:15 Setning. Forseti Ísland, herra Ólafur Ragnar Grímsson.

14:15-14:30 Gylfi Zoega, Háskóli Íslands. Stutt yfirlit yfir framlag Edmund Phelps til
hagfræði.
14:30-15:00 Philippe Aghion, Harvard University ?Education and Growth after Nelson and
Phelps?.
15:00-15:30 Luis Cunha, Universidade Nova de Lisboa, ?Real Appreciation and the Current
Account : A New Rationale for Euro Countries?.

15:30-16:00 Amar Bhide, Columbia Business School, ?Why They Stay at Home: The
Globalisation of Venture Capital Businesses?.

16:00-16:30 Edmund Phelps, Columbia University.

16:30-17:00 Spurningar og umræða.
17:00 Léttar veitingar.

Fundarstjóri er Már Guðmundsson hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel.

Aðgangur er ókeypis. Fundurinn verður haldinn á ensku.

Ráðstefna þessi er fjármögnuð með styrk frá Landsbanka Íslands.