Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, ásamt Sveitarfélaginu Ölfus standa fyrir ráðstefnu um orkufrekan iðnað á Suðurlandi föstudaginn 22. október næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Ráðhúsinu Þorlákshöfn og hefst klukkan 13:30. Ráðstefnustjóri verður Kjartan Ólafsson alþingismaður Suðurkjördæmis. Orri Hlöðversson, formaður stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands mun setja ráðstefnuna, en auk hans munu eftirtaldir flytja erindi; Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri Ölfuss, Sigurður Sigurðarson frá Siglingastofnun Íslands, Bjarni Bjarnason frá Landsvirkjun, Alfreð Þorsteinsson frá Orkuveitu Reykjavíkur, Smári Geirsson Austfirðingur og Gunnar Þorgeirsson formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.