Ráðstöfunartekjur heimilageirans eru taldar hafa aukist um 18,7% milli áranna 2005 og 2006 samkvæmt því sem segir á vef Hagstofu Íslands. Þar segir að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist um 15,4% á milli sömu ára og að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi hækkað 8% á sama tíma.

Heildartekjur heimilageirans eru taldar hafa aukist um 16,5% frá árinu 2005 til 2006 og heildareigna- og tilfærsluútgjöld um 13,1%. Ráðstöfunartekjur heimilanna í heild hafa þar með aukist um 199% frá árinu 1994, eða að meðaltali um 9,6% á ári. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og aukningu mannfjölda jókst kaupmáttur á mann um tæp 71% frá árinu 1994 til 2006, að meðaltali um 4,6% á ári.