Hlutabréf hafa lækkað í Kauphöllinni í morgun. Krónan stendur hinsvegar í stað. Í Morgunkorni Glitnis segir að lækkunin í morgun komi í kjölfar viðsnúnings í síðustu viku sem sá úrvalsvísitöluna hækka þrjá daga í röð eftir mikla lækkunarhrinu.

Þessi þróun er í takt við hreyfingar á mörkuðum erlendis en markaðir í Bandaríkjunum lækkuðu á föstudaginn eftir hækkanir tvo daga í röð. Nú þegar aðeins fjórir dagar eru eftir af mánuðinum er ljóst útlit er fyrir að janúar verði sá versti síðan 1960, sé tekið mið af Dow Jones vísitölunni. Hlutabréf í Evrópu hafa lækkað í morgun og landsvísitölur hafa lækkað á bilinu 0,5% til 3,5%.