Hlutabréf vestanhafs féllu í dag, en lækkunin í þessari viku er sú mesta síðan í febrúar á þessu ári. Hækkandi orkuverð og samdráttur í hagnaði helstu fyrirtækja eru meðal þeirra atriða sem dregur úr þrótti fjárfesta.

S&P lækkaði um 1,3% í dag, Dow Jones um 1,2% og Nasdaq um 0,8%.

Ford Motor lækkaði sjötta daginn í röð eftir að félagið tilkynnti um minni sölu stærri bíla í vörulínu sinni. Sala notaðra húsa náði einnig sögulegu lágmarki sínu í apríl. Fjárfestingabankinn Goldman Sachs hefur nú lækkað níu daga í röð, en það hefur ekki gerst síðan félagið fór á markað árið 1999.