Hlutabréf í Bandaríkjunum féllu í dag, en helsta ástæðan niðursveiflunnar er talin yfirlýsing tryggingafélagsins AIG um að félagið þyrfti að fjármögnun upp á 12,5 milljarða dollara. Litið yfir vikuna lækkuðu hlutabréfavísitölur vestanhafs, í fyrsta skipti í mánuð.

Ásamt mikilli lækkun á bréfum AIG tóku bréf í Exxon Mobil snarpa dýfu, en olíuverð sló met í dag og náði 126 dollurum á tunnuna.

S&P lækkaði um 0,7%, Dow Jones um 0,9% og Nasdaq um 0,2%.