Rauða myllan (Moulin Rouge), heimili hinna frægu Parísar kabaretta, hefur verið seld í stærstu einstöku fasteignasöluviðskiptum í borginni í heilt ár.

Það var Knight Frank atvinnu- og íbúðarhúsafasteignasalan sem hafði milligöngu um söluna, en kaupandinn var félag sem nefnt er 13F. Ekki kemur fram í frétt Knight Frank hvert söluvirði eignanna var.

Alls voru þar seldir 18.000 fermetrar af margskonar húsnæði. Auk hinnar frægu Rauðu myllu var húsnæði Locomotive nightclub, Quick skyndibitakeðjunnar, O’Sullivan baranna, ýmissa verslana, tómstundastaða, skrifstofa selt ásamt 80 íbúðum.