Verð á hlutabréfum við lokun markaða í Evrópu í dag hefur ekki verið lægra í þrjá mánuði. Bankar, tryggingafélög og útflytjendur voru í fararbroddi lækkunarinnar en hún er sögð stafa af áhyggjum vegna samdráttar í Bandaríkjunum og Kína.

Fyrirtæki eins og Sviss Reinsuranse, Northen Rock, Volkswagen og Volvo lækkuð öll á markaði í dag.

FTSE 100 lækkaði um 1,3%, CAC 40 lækkaði um 1,7%, DAX lækkaði um 1,3 og OMXN 40 um tæp 2%.