Lækkanir urðu á mörkuðum í Bandaríkjunum í dag.

Lækkanir eru að mestu raktar til samdráttar í hráefnaframleiðslu. Alcoa, Exxon og Chevron féllu meira en 3% í dag. Nýjar tölur sýna einnig að byggingaframkvæmdum fækkaði í júlímánuði.

Fellibylurinn Gústav varð ekki eins skæður og búist var við. Sú staðreynd hafði áhrif á mörkuðum, þá sérstaklega á olíu- og gasverð.

Nastaq vísitalan lækkaði um 0,77%, Dow Jones lækkaði um 0,24% og Standard & Pours lækkaði um 0,42%

Verð á olíu lækkaði um 4,53%, og kostaði tunnan  110,23 bandaríkjadali við lok viðskipta í dag.