Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs féllu í viðskiptum dags í kjölfar verra uppgjörs hjá Bank of America en væntingar stóðu til. Hagnaður bankans dróst saman um 77% á fyrsta ársfjórðungi. Því virðist sem öll kurl undirmálslánakrísunnar séu síður en svo komin til grafar.

Standard & Poor's 500-vísitalan og Dow Jones féllu um 0,2%, Nasdaq lækkaði um 0,3%. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg féllu fimm hlutabréf fyrir hver þrjú sem hækkuðu.

Olíuverð sló enn eitt metið og fór tunnan yfir 117 dollara í viðskiptum dagsins.