Gengi hlutabréfa lækkaði strax í upphafi dags í Bandaríkjunum. Nasdaq hefur lækkað um 1,4%, Dow Jones hefur lækkað um 0,6% og S&P 500 hefur lækkað um 1,3%.

Þessar fréttir koma þó ekki á óvart þar sem markaðir út um allan heim hafa lækkað í dag.

Þá hafa bankar og fjármálafyrirtæki lækkað hratt við opnun. Goldman Sachs hefur lækkað um 6,5%, Morgan Stanley um 7,7%, Merrill Lynch um 10% og Citigroup um 7,4%.

Krefjandi tímar framundan

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, sagði við fjölmiðla vestanhafs að framundan væru krefjandi tímar (e. challengin times). Hann sagði stjórnvöld fylgjast vel með gangi mála og lýsti yfir stuðningi við nýlegar aðgerðir bandaríska Seðlabankans.