Hlutabréf hafa haldið áfram að lækka í morgun, eftir að hafa einnig lækkað í gær. Áhyggjur af afkomu fjármálafyrirtækja jukust eftir að Merrill Lynch tilkynnti um afskriftir skulda upp á 5,7 milljarða.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur lækkað um 1,2% það sem af er degi.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um 1,0%, AEX vísitalan í Amsterdam hefur lækkað um 0,8% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 0,9%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 1,0% og í Sviss hefur SMI vísitalan lækkað um 1,0%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 1,0%, OMXS vísitalan í Stokkhólmi hefur lækkað um 1,2%, en í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,7%.