Hlutabréf lækkuðu við opnun markaða í Evrópu. Helst veldur lækkun banka, eftir tilkynningu um frekari afskriftir Credit Suisse bankans og slakt uppgjör Barclays bankans.

FTSEeurofirst 300 vísitalan hefur það sem af er degi lækkað um 0,8%.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan einnig lækkað, um 1,18%. AEX vísitalan í Amsterdam hefur lækkað um 1,99% og DAX vísitalan í Frankfurt um 0,93%. Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 1,27%.

Í Kaupmannahöfn stendur OMXC vísitalan í stað en í Osló hefur OBX vísitalan lækkað um 0,84%.