Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,2% í 2,6 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan var með hlutabréf Marels sem lækkuðu um 1,1% í 620 milljóna viðskiptum. Gengi Marels stendur nú í 550 krónum á hlut.

Ölgerðin lækkaði mest af félögum aðalmarkaðarins eða um 3,3% í 58 milljóna veltu. Gengi Ölgerðarinnar, sem hækkaði töluvert á föstudaginn, endaði daginn í 10,2 krónum á hlut.

Þar á eftir komu hlutabréf Eimskip, Arion banki og Íslandsbanki sem lækkuðu öll um 1,8%. Gengi Íslandsbanka stendur nú í 118,4 krónum á hlut og Arion banka í 134,5 krónum.

Velta á íslenska skuldabréfamarkaðnum nam 11,3 milljörðum í dag. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa lækkaði um 1-10 punkta í viðskiptum dagsins. Ávöxtunarkrafan á styttri verðtryggðum ríkisskuldabréfum hækkaði um 3-6 punkta en hækkaði í flokknum með lokagjalddaga árið 2037.