Rautt er yfir að litast í Kauphöllinni eftir fyrstu viðskipti dagsins en þegar þetta er skrifað hefur gengi 15 félaga, af 20 sem skráð eru á Aðalmarkað, lækkað.

Fasteignafélögin Eik og Reginn hafa lækkað mest, um rúmlega 2%. Þá hefur til að mynda gengi Íslandsbanka lækkað um 2,09%, Marels um 1,55% og Haga um 1,61%. Eina gengishækkun dagsins er hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Um mjög litla hækkun er þó að ræða, 0,14%.

Úrvalsvísitalan OMXI10 hefur lækkað um 1,33% frá opnun en heildarvelta viðskipta það sem af er dags hefur numið 1,2 milljörðum króna.