*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 17. september 2021 17:02

Rauð vikulok í Höllinni

Eins og undanfarna daga var í dag mun meira um lækkanir en hækkanir á gengi skráðra félaga í Kauphöll Íslands.

Ritstjórn

Fremur rautt hefur verið yfir að litast í Kauphöllinni þessa vikuna og var lítil breyting á því nýliðinn viðskiptadag, sem var sá síðasta í þessari viku. Gengi OMXI10 úrvalsvísitölunnar lækkaði um 0,44% og stendur nú í 3.329,15 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 2,5 milljörðum dala.

Útgerðarfélagið Brim leiddi hækkanir á meðal þeirra fjögurra félaga þar sem hlutabréfin hækkuðu. Hækkaði gengi Brims um 2,68% í 141 milljóna króna veltu. Næst mest hækkaði gengi Skeljungs, eða um 1,55% í einungis 7 milljóna króna veltu.

12 félög þurftu að sætta sig við gengislækkanir. Mest lækkuðu bréf Origo, um 2,46% og næst mest lækkaði gengi VÍS, um 1,63%. Lækkun annarra félaga var um eða undir 1%.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq