Á bóndadaginn var mikið að gera í blómabúðum borgarinnar. Í Blómavali var meira að gera í ár en á bóndadeginum í fyrra að sögn Díönu Allansdóttur, deildarstjóra í Blómaval í Skútuvogi.

„Í ár voru fyrirtæki mjög dugleg að gefa starfsmönnum blóm og líka einstaklingar. Ég mundi segja að blómasalan aukist ár frá ári og að salan á bóndadeginum í ár hafi verið margfalt meiri en á venjulegum degi hjá okkur í Blómavali.“

Díana segir að túlípanar og rauðar rósir hafi verið áberandi vinsæl. „Einstaklingarnir voru duglegir að kaupa túlípana og vendi af rauðum rósum en fyrirtækin voru meira í stökum rauðum rósum,“ segir Díana.