Kauphöll
Kauphöll
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Töluverðar sveiflur voru á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag. Við opnun markaða hækkuðu helstu vísitölur lítillega. Þær héldu þó uppteknum hætti frá gærdeginum þegar leið á daginn og lækkuðu, en í gær nam lækkunin um 4-5%.

Viðskiptin tóku þó við sér eftir að markaðir opnuðu grænir í Bandaríkjunum og hækkuðu evrópskar vísitölur í dag.

FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um 0,5%, hin þýska DAX um 0,63% og CAC 40 í Frakklandi um rúmt 1%. Sömu hækkanir má sjá vestanhafs, þar sem hlutabréf hafa hækkað lítillega það sem af er degi.