Flestar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í dag en lækkunin var þó ekki ýkja mikil. Meginástæðan er talin vera fréttir um að allt stefni ú að Spánverjar nái ekki markmiðum sínum um lækkun á halla á reksri ríkissjóðs. Dax-vísitlan í Frankfurt lækkaði um 0,3% og FTSE í London um 0,34% en CAC í París og Euronext hækkuðu um 0,15-0,18%.

Markaðir vestra eru einnig rauðir og var lækkunin þar svipuð og í Evrópu eða á bilinu 0,2 til 0,4%.