Helstu hlutabréfavísitölur á heimsmörkuðum hafa farið lækkandi í dag á þeim mörkuðum sem enn eru opnir.  IPC vísitalan í Mexíkó, sem hefur hækkað um 0,68%, er helsta undantekningin.

Þegar þetta er skrifað er staðan sú að:

  • FTSE 100 vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,51
  • Euro Stoxx 50 vísitalan hefur lækkað um 1,14%
  • FTSE MIB vísitalan í Ítalíu hefur lækkað einna mest eða um 1,18%
  • Nálægt því er BEL 20 vísitalan í Belgíu sem lækkað hefur um 1,12%
  • og OMXS30 vísitalan í svíðjóð sem lækkað hefur um 1,10%
  • SMI vísitalan í Sviss hefur lækkað um 1,0%,
  • IBEX vísitalan á Spáni hefur lækkað um 1,01%
  • CAC 40 vísitalan í Frakklandi hefur lækkað um 0,80%
  • TA 25 vísitalan í Ísrael hefur lækkað um 0,20%
  • Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hefur lækkað um 0,40%
  • S&P 500 vísitalan í Bandaríkjunum hefur lækkað um 0,40%
  • Dow Jones 30 vísitalan í Bandaríkjunum hefur lækkað um 0,33%
  • TR Canada 50 vísitalan hefur lækkað um 0,46% og S&P/TSX um 0,21% sem báðar eru í Kanada.
  • Bovespa vísitalan í Brasilíu hefur lækkað um 0,46%.