*

mánudagur, 20. janúar 2020
Innlent 22. ágúst 2018 15:51

Rauður dagur í Kauphöllinni í dag

Alls lækkuðu þrettán félög í Kauphöllinni í dag í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Rauður dagur var í Kauphöllinni í dag og aðeins þrjú félög hækkuðu í viðskiptum dagsins en það voru N1, Skeljungur og Arion banki. 

Hlutabréfaverð í flugfélaginu Icelandair lækkaði um 4,55% í 120 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Næstmest lækkun var hjá fasteingafélaginu Reginn eða 1,93% lækkun í 125 milljóna króna viðskiptum. 

Heildarveltan í Kauphöllinni í dag var 919 milljónir íslenskra króna.