Rauður dagur var í Kauphöllinni í dag en alls lækkuðu 14 félög í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á aðalmarkaði Kauphallarinnar nam 1,9 milljörðum króna.

Mest lækkaði verð á hlutabréfum í Högum eða um 3,31% í 387 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkaði verð á hlutabréfum í TM eða um 2,36% í 41 milljóna króna viðskiptum. Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði um 2,20% í 70 milljóna króna viðskiptum.

Aðeins tvö félög hækkuðu í viðskiptum dagsins en það voru Arion banki sem hækkaði um 0,26% í 41milljónakróna viðskiptum og HB Grandi sem hækkaði um 0,83% í 36 milljóna króna viðskiptum.

Hlutabréfavísitala aðalmarkaðar Kauphallarinnar OMXI8 lækkaði um 1,40% í viðskiptum dagsins.