*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 27. júlí 2018 15:54

Rauður dagur í kauphöllinni á ný

Icelandair heldur áfram að lækka, Marel lækkar þrátt fyrir gott uppgjör og tryggingafélögin lækka. OMXI8 féll um 2,57%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 2,19% í 118 milljón króna viðskiptum í dag. Bréf félagsins hafa verið á niðurleið síðan það birti afkomuviðvörun snemma í þessum mánuði.

Þá lækkaði Marel um 3,7% í tæplega milljarð króna viðskiptum, þrátt fyrir gott ársfjórðungsuppgjör, eins og sagt var frá í gær.

Öll 3 tryggingafélögin lækkuðu, en þó fyrst og fremst VÍS, um 3,26% í 68 milljóna króna viðskiptum, og VÍS, um 1,3% í 75 milljón króna viðskiptum, en VÍS tilkynnti um útgreiðslu til hluthafa í fyrradag.

Af þeim 15 félögum sem hreyfðust hækkaði ekkert þeirra. OMXI8 hlutabréfavísitalan lækkaði því um 2,57%.

Stikkorð: Marel Kauphöll Icelandair Sjóvá TM VÍS