Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,85% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.365,58 stigum. Gengi bréfa Fjarskipta hf. hækkaði um 1,34% í tiltölulega litlum viðskiptum í dag, en gengi bréfa annarra fyrirtækja annað hvort lækkaði eða stóð í stað. Mest var lækkunin á bréfum Eimskipafélagsins, eða um 1,85% og Regins, eða um 1,16%.

Velta á hlutabréfamarkaði nam tæpum 964 milljónum króna í dag, en mest var veltan með bréf Icelandair Group, eða 281,6 milljónir króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,04% í óvenjulitlum viðskiptum í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,01% en sá óverðtryggði um 0,12%. Velta á skuldabréfamarkaði nam aðeins 555 milljónum króna í dag.