Almenn lækkun varð á hlutabréfamarkaði í dag og lækkaði Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland um 1,02%. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,9%.

Gengi bréfa Haga lækkaði um 4,20% og bréfa TM um 2,86%. Þá lækkaði gengi bréfa Eimskipafélagsins um 1,90%. Ekkert félag hækkaði í kauphöllinni í dag, en gengi bréfa Icelandair Group stóð hins vegar í stað. Velta á hlutabréfamarkaði nam 2.089 milljónum króna og var veltan mest með bréf Icelandair, eða fyrir 477 milljónir króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 9,9 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 1,2 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,5% í 8,6 milljarða viðskiptum.

Frá áramótum hefur verðtryggði hluti vísitölunnar hækkað um 6,65%, en sá óverðtryggði hefur lækkað um 4,73%. Kauphöllin vakti athygli á þróun skuldabréfaverðs það sem af er ári á Twitter í dag og birti þar meðfylgjandi graf. Athuga ber að hækkandi ávöxtunarkrafa felur í sér lækkandi verð á viðkomandi bréfi.