316 milljónir króna skiptu um hendur í 57 viðskiptum með hlutabréf í kauphöll Nasdaq Iceland í dag. Að krónutölu var þriðjungur viðskiptanna með bréf Icelandair Group, sem lækkuðu um 0,38%. 82 milljón króna viðskipti voru með bréf HB Granda, en þau lækkuðu um 1,14% í dag.

TM lækkaði um 1,18% í dag, mest allra félaga í Kauphöllinni. Eimskip lækkaði um 0,87% og Reitir um 0,57%.

Skuldabréf lækkuðu einnig í verði í dag í 7,5 milljarða króna viðskiptum. Óverðtryggð skuldabréfavísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,32% og verðtryggð skuldabréfavísitala Kauphallarinnar um 0,25%.

Úrvalsvísitalan hefur nú hækkað um 16,83% það sem af er ári, heildarvísitala Kauphallarinnar um 21,27% og aðalvísitala skuldabréfa um 7,50%.